Stefnumót við Múlatorg

SVM_banner.jpg

Markaðshátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður 27. júlí frá kl. 11:00 - 17:00. Garðurinn er þá í fullum blóma og bjóðum við heim velunnurum okkar, áskrifendum og þjóðinni. Við erum með ljósmynda- og plöntusýningu og lifandi tónlist á pallinum. Markaður með plöntum, handverki og listmunum í garðinum og nágrenni hans. Við höfum staðið fyrir markaðshátíð frá árinu 2014 sem ætíð hefur verið lífleg og gestir skemmt sér vel og gert góð kaup.

Hefur þú eitthvað sem þig langar að kynna eða selja? Við bjóðum listafólki, fyrirtækjum, handverksfólki og lesendum okkar tækifæri til að slást í hópinn. Handverk, heimagert, eða eitthvað nýtilegt í geymslunni, kompunni, bílskúrnum, skemmunni eða gróðurhúsinu sem þú villt koma í verð?

Sölusvæði sem eru í boði:
Komdu með bílinn og seldu notuð föt og dót beint úr skottinu.
Leigðu pláss fyrir 2 metra borð, söluaðilar koma með eigin borð.
Leigðu 10 fm svæði.
Leigðu 9 fm í grænu tjaldi.

Skráning og nánari upplýsingar um sölubása er í fullum gangi á oli@rit.is

https://www.facebook.com/events/465215214315658/

Annað tölublað 2019

Screen Shot 2019-05-28 at 15.35.06.png

Það kennir ýmissa grasa í þessu tölublaði og eru gróðurhúsin áberandi enda ræktunartíminn runninn upp. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um gróðurhús, við gefum góð ráð varðandi val á nýju gróðurhúsi og hverjir eru helstu söluaðilar.

Í blaðinu er viðtal við Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing sem lumar á mörgum nýjum og spennandi matjurtum sem hann ræktar í garðinum sínum á Akranesi og inni í góðurhúsi.

Jóhann Óli segir frá hreiðurgerð spörfugla sem er sannkölluð listasmíð náttúrnnar. Við spjöllum við Loja sem saumar sögur í kaffipoka og heimsækjum Hillu sem hefur ræktað upp einn fallegasta garð á Austfjörðum samhliða því að stunda róðra út við Djúpavog. Rúsínan í pulsuendanum er svo heimsókn okkar á slóðir hobbitanna í Puzzlewood sem er töfrandi miðaldaskógur í Bretlandi og kennum hvernig djúpsteikja má fífla ásamt mörgu fleiru.

Þökkum fyrir okkur

Auður segir hér frá nýuppsettum blómabeðum og kennslusvæði.

Auður segir hér frá nýuppsettum blómabeðum og kennslusvæði.

Það var föngulegur hópur sem mætti á opið hús síðastliðinn sunnudag. Þar var boðið upp á kaffi, kleinur, piprmyntu te og skoðunarferð um fossheiðargarðinn. Þar fræddi Auður I. Ottesen um það uppbygingarstarf sem hefur farið í garðinn og útgáfu Sumarhússins og garðsins. Óli Finnsson sagði frá tómat og chiliræktun, áhugasamir nældu sér í eigin plöntur til að rækta í sumar. Þökkum kærlega fyrir okkur og sumarkveðjur

Opið hús á morgun - 12 maí

Við fögnum sumarkomunni þann 12. maí milli klukkan 14-17 í Fossheiðargarðinum með sýningu á sumarblómum og ávaxtatrjám. Ólívutré og ávaxtatré eru í blóma í gróðurhúsunum og garðurinn er að vakna til lífsins eftir vetrardvalann. Forræktaðar grænmetis- og kryddplöntur fylla alla króka og kima og í eldhúsglugganum eru gúrkur og tómatar að gefa ávöxt. Hægt verður að kaupa chili-pipar og tómatplöntur á staðnum og Óli Finnsson nýji starfsmaðurinn okkar verður á staðnum til að fræða um ræktun og umhirðu á chili plöntum.Við bjóðum áskrifendum Sumarhússins og garðsins, nemendum á námskeiðum okkar og viðskiptavinum okkar velkomin að deila með okkur dagparti og þiggja te/kaffi/svaladrykk með kleinunum. 

Vorverkin í garðinum

Morgunfrú Fossheiði 1_blóm_20180813_DSC1196.jpg

Það minnir æði margt á að vorið sé á næsta leiti, þessir sífelldu umhleypingar. Veðurguðirnir virðast eiga í mesta basli að ákveða ríkjandi vindáttir eða veðurfar. En í slíkum veðrum er vissara að huga vel að garðinum og fuglunum sem hann sækja. Tryggja þarf viðkvæmum trjám og fjölæringum farborða inn í sumarið og undirbúa hvað skal rækta.

MARS:

Stari að borða epli_MG_0135 (1).jpg

Gefið smáfuglum

Í vetrarfrosti og gaddi eiga smáfuglar erfitt uppdráttar og þurfa mikla orku til að halda sér heitum. Gott er að blanda dýrafitu eða olíu samanvið matarafgangana eða fræin. Ávexti eins og epli eða perur er skynsamlegt að hengja á trjágrein eða staur til að þeir fái tíma til að kroppa.

 
Sitkagreni limgerði (1).jpg

Skerpa klippur og snyrta runna

Nú er tíminn til að snyrta limgerði og runna. Beittar klippur gefa hreinan skurð sem grær fyrr og minnkar líkur á að ránsveppir komist inn í sárin. Alltaf ætti þó að þrífa og sótthreinsa klippur vel áður en farið er í snyrtingar. Hentugast er að klippa limgerði A-laga, þá er limgerðið breiðast neðst og mjókkar eftir því sem ofar dregur.

 
Fjóla Fossheiði 1_blóm_20180813_DSC1217.jpg

Forrækta sumarblóm og matjurtir

Fjölmargar tegundir sumarblóma og matjurta er skynsamlegt að setja niður í mars til að blómstur og uppskera sé tilbúin í sumarbyrjun. Kynnið ykkur sáningartíma vel til að vera nægilega snemma í því. Gott er að setja niður tómata og chili-pipra í mars til að ná fyrstu uppskeru í byrjun sumars.

 
Skýling__DSC5363.jpg

Hugið að sígrænu plöntunum

Þegar frost er í jörðu ná rætur sígrænna plantna ekki að taka upp neitt vatn. Þegar sólin skín og vindurinn gnauðar á plöntuna geta barrnálar þornað upp og orðið brúnleitar. Þar sem ungplöntur eru viðkvæmastar ætti því að skýla þeim á veturna fyrstu árin eftir útplöntun með léttum strigapokum eða öðru hentugu. Ef þú gleymdir því síðasta haust er tímabært að setja yfir þær núna.

 
Kartöflur settar niður_270507_CRW_0189.jpg

Látið kartöflurnar spíra

Kartöflur þurfa 4-6 vikur á björtum stað til að spíra, varist þó beina sól. Ekki ætti að setja kartöflur of snemma niður í jarðveginn heldur ætti jörð að vera orðin volg (7-8°C) til að plönturnar nái sér strax á strik. Heppilegur tími er í maí og jafnvel byrjun júní.

 

APRÍL:

Rabarbari_%27Udine%27_20110405_MG_9081.jpg

Bleikur rabarbari

Nú er tíminn til að skýla fyrstu rabarbarasprotunum með stórum leirpott eða svipaðri yfirbreiðslu. Með því að útiloka sólarljósið verða sprotarnir sætari og bragðbetri. Hvað er betra en sæt rabbarbarasúpa til að fagna vorkomunni.

 
IMG_2559.JPG

Forræktun matjurta

Forrætkun mat- og kryddjurta er misjöfn eftir tegundum. Sem dæmi þá þurfa gúrkur, káltegundir og fjölmargar kryddjurtir 4-6 vikna forræktunartíma. Ef gúrkurnar eiga að fara út í kalt gróðurhús þarf að tryggja að næturhitinn fari ekki undir 15°C. Gott er að skýla þeim með akrýldúk til að vernda ung blöð gegn kulda og sólbruna. Kálplöntur er hægt forrækta innandyra í góðri birtu. Þær þrífast þó best við örlítið svalari aðstæður 15-20°C. Hægt er að planta út í beð um mánaðarmótin maí-júní. Það er skynsamlegt er að setja akrýldúk yfir kálplönturnar fyrstu vikurnar eftir útplöntun.

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins, verður haldin laugardaginn 11. ágúst, frá 14-17.

Staðsetning: Fossheiði 1, Selfossi.

Gestum er boðið að skoða garðinn þar sem fjöldi tegunda er í blóma. Plönturnar í æta hrauknum eru í fullum blóma og einnig má sjá lóðréttan blómavegg sem er nýjasta viðbótin í garðinum. Páll Jökull Pétursson verður með ljósmyndasýningu og lifandi tónlist á pallinum.

 

Skordýr gagnleg í garðinum

Skordýr eru mörg afar gagnleg og býflugurnar sjá um að frjógva blómin. Þær búa sér til bú í haugum, gjótum og undir pallinum. Hvet ykkur til þess að amast ekki við þeim og láta þær afskiptalausar. Þær mesta lagi stinga ef þið stigið á þær. Ef þær rata inn þá er auðvelt að ná þeim með því að setja glas yfir, smeygja blaði undir glasið, bera þær svo út og sleppa í frelsið.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.53.31.png

Nýtið blómin og kryddjurtirnar

Nýtið ykkur æt blóm í klaka sem flott er að setja út í vatn eða sumardrykki. Skógarmalva (Malva sylvestris) er hér á myndinni. Prófið líka að frysta í klaka hádegisblóm (Dorotheanthus bellidiformis), fjólur (Viola tricolor), stjúpur (Viola x wittrockiana) sem öll eru með milt bragð og skáblað (Begonia x tuberhybrida) ef vilið þið fá súrt bragð.

Betlehemstjarna (Campanula isophylla) var vinsælt inniblóm fyrir nokkrum áratugum en er nú notuð til prýði í hengipotta og ker úti við. Hún er með fallegar bláar klukkur og afar blómviljug. Til að hún lifi frá ári til árs þá er lag að taka hana inn á haustin og geyma yfir veturinn inni í óupphituðu gróðurhúsi eða undir yfirbreiðslu.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.49.26.png

Nýtið kryddjurtirnar ykkar jöfnum höndum og þær vaxa. Notið graslaukinn, hjálmlauk og skessujurt allt sumarið og svo eftir því sem plönturnar vaxa til matagerðar. Ef vöxturinn er meiri en þið fáið torgað jafnóðum þá er tilvalið að búa til kryddolíur, þurrka kryddið til seinni nota eða útbúa súputeninga með því að frysta kryddið í vatni og geyma. Ekkert ætti að þurfa að fara til spillis.

Sumarklipping

Í sprettunni er lag að formklippa limgerðin til að halda lögun þeirra og eftir að blómgun líkur má huga að snyrtingu runna sem blómgast á greinar sem uxu á síðasta ári. Birkikvistur og sigurkvistur eru dæmi um tegundir sem blómstra á tveggja ára greinum og flestar runnarósir eiga það sameiginlegt með þeim.

Með steinum fæst náttúrlegt yfirbragð í garðinn og ef þeir eru í stærra lagi fanga þeir athygli barna sem leiksvæði til að príla í. Með þeim má móta landslag, nota þá til stuðnings við upphækkuð beð og til að fanga sólarylinn sem þeir gefa svo frá sér er kólnar á næturnar. Í æta hraukbeði sýningar- og kennslugarðs Sumarhússins og garðsins er 1,5 tonna steinn sem fluttur var í garðinn í vor.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.32.08.png

Slöngusúra (Polygonum bistorta ssp. carneum) er ágætis matplanta. Blöðin eru með súrum keim og góð í salöt og steikt eða léttsoðin. Meyjarsköldur (Ligularia dentata) með sín fallegu dökku blöð er líka ætur. Leggirnir sem vaxa upp á vorin eru notaðir í matseld.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.33.34.png

Í júlí er blaðvöxtur í hámarki og er líða tekur á mánuðinn og í ágúst þroskast aldin og ber og undir lok ágúst þroskast brumin og plönturnar ljúka vexti. Þá tekur rótarkerfið við sér og það er tilvalinn tími til að nýta í flutning á trjám og runnum. Vanda þarf til verksins, ef verið er að flytja eldri tré og runna þá þarf að rótarstinga kringum plöntuna að vori eða jafnvel árið áður. Rótarhnausinn sem fylgir plöntunni þarf að vera í samræmi við stærð hennar og stingið hann varlega upp þannig að moldin losni sem minnst frá rótunum.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.35.48.png

Túlípanalaukar setja fallegan svip á beðin er þeir eru í blóma í júní og júlí. Blöð og blóm eru æt og er tilvalið að nýta nokkur blöð og blóm í matseld. Varist að taka öll blöðin því laukurinn þarfnast þeirra til stækkunar og þroska. Er blómin falla og blöðin verða rytjuleg er tilvalið að hafa sáð salatfræum og rækta salat í sama beði. Það vex svo langt fram á haust og hylur túlipanablöðin.

 

Hlúð að garðhúsgögnunum

Ef útihúsgöngin eru farin að láta á sjá er lag að hlúa að þeim. Grámi sest á timburhúsgögn ef þau eru ekki fúavarin reglulega. Hann má fjarlægja með vatnsþynnanlegri efnablöndu sem fæst í byggingavöruverslunum. Efninu er úðað á húsgögnin, það er svo látið virka í svolítinn tíma og skolað af með vatni. Stundum þarf að endurtaka meðferðina og að lokum þurfa húsgögnin að þorna. Ef þörf er á þá er sandpappír gagnlegur til að pússa viðinn áður en góð fúavörn er borin á húsgöngin eða þau máluð.

Garðhúsgögnum úr stáli hættir til að ryðga. Vírbursti kemur að góðum notum til að losa um ryðið og síðan þarf að hreinsa og pússa. Að lokum þarf að grunna þau og mála með málningu sem ætluð er á járn.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.26.43.png

Auðvelt að fjölga graslauk

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.11.55.png

Graslaukur er fjölær lauktegund sem auðvelt er að fjölga með skiptingu að vori eða hausti. Stingið plöntuna upp eða hluta hennar, toga rótina í sundur og fáið  þannig fjölda nýrra plantna. Í matseld eru bæði blöð og blóm notuð, laukbragðið er daufara af blómunum en blöðunum og eru þau falleg í salat og ýmsa rétti.

Sígræn og til skrauts allt árið

Í Fossheiðargarðinum þekja hnoðrar, steinbrjótar og húslaukur gróðurbeðin og tegundirnar eru í kerjum og pottum. Litbrigði tegunda innan ættkvíslanna eru einstök. Blaðlitir ná yfir allan grænskalann, rauða tóna og gula. Mismunandi blaðgerð og fegurð blómanna á einnig stóran þátt í því að menn hafa nýtt sér þessar ættkvíslir á listrænan hátt.

Sáning beint í matjurtagarðinn

Gulrætur, hnúðkál, klettasalat, mizunakál, næpur, pastinakka, radísur, salat, sinnepskál og spínat er ekki þörf á að forrækta og hægt er að sá þeim beint út í matjurtagarðinn í maí -júní. Salat, spínat og radísur eru dæmi um tegundir sem hægt að sá nokkrum sinnum yfir sumarið. Heppilegur jarðvegshiti við sáningu er talinn vera um 6-7°C. Sáð er í hæfilega raka mold og tryggja skal að jarðvegurinn þorni ekki meðan fræin eru að spíra.

Áburður í matjurtagarðinn

Áburður er ýmist lífrænn í formi moltu, saurs og hlands búfjár, fiskimjöls, þörungamjöls eða svokallaður tilbúinn áburður. Tilbúinn áburður er unninn úr andrúmsloftinu og jarðefnum. Plöntur nýta sér um 18 – 20 frumefni til að geta vaxið og fjölgað sér. Í ræktun er þörf á að bregðast við ef eitthvert efnanna skortir til að tryggja góða uppskeru.