Sáning kryddjurta

Nú er vorið að nálgast og kominn tími til að sá fyrir kryddurtunum svo að plönturnar verði tilbúnar þegar hlýnar í veðri. Hér er stutt vídeó sem segir frá því þegar Auðir ritstjóri byrjaði að sá fyrir vorið. Námskeiðin okkar eru einnig að hefjast. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur, það eru ennþá nokkur pláss laus á næstu vikum.

Sáning beint í matjurtagarðinn

Gulrætur, hnúðkál, klettasalat, mizunakál, næpur, pastinakka, radísur, salat, sinnepskál og spínat er ekki þörf á að forrækta og hægt er að sá þeim beint út í matjurtagarðinn í maí -júní. Salat, spínat og radísur eru dæmi um tegundir sem hægt að sá nokkrum sinnum yfir sumarið. Heppilegur jarðvegshiti við sáningu er talinn vera um 6-7°C. Sáð er í hæfilega raka mold og tryggja skal að jarðvegurinn þorni ekki meðan fræin eru að spíra.