Sumarhúsið og garðurinn ehf er útgáfu og þjónustufyrirtæki í eigu Auðar I. Ottesen og Páls Jökuls Péturssonar.  Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir útgáfu tímarits og bóka, námskeiðum, sýninga- og ráðstefnuhaldi. 

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er lífsstílstímarit sem fjallar um sumarhúsalíf og garðyrkju. Tímaritið kemur út fimm sinnum á ári og er selt í áskrift og lausasölu. Fyrsta tölublað tímaritsins kom út 1993. Fyrstu sjö árin var tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn dreift frítt til sumarhúsaeigenda undir nafninu Sumarhúsið. Nafnabreyting var 2002 þegar garðyrkjuritið Við ræktum var sameinað því og bættist þá garðurinn við nafnið. Tímaritið Við ræktum var gefið út í 3 ár, alls 6 tölublöð, það fyrsta var tileinkað ræktun við sjávarsíðuna.

Undanfarin ár hefur starfsemin í kringum útgáfuna farið vaxandi og hefur Sumarhúsið og garðurinn gefið út samtals níu bækur er tengjast ræktun, skógrækt, hönnun og garðmenningu.

Árið 2009 bættist svo við farsælt námskeiðahald, meðal annars í ræktun matjurta, kryddjurta. Um 1700 nemendur hafa sótt námskeið Sumarhússins og garðsins sem haldin hafa verið víða um land. Sumarhúsið og garðurinn hefur staðið fyrir fjölda sýninga í gegnum árin, þær fjölsóttustu voru á árunum 2003-2008 og gengu undir nafninu „Sumarið“ ásamt tilheyrandi ártali. Stærstu sýningarhallir landsins, Laugardalshöll og Fífan voru notaðar fyrir þessar sýningar.

Bækistöðvar fyrirtækisins eru að Fossheiði 1 á Selfossi. Fastráðnir starfsmenn eru tveir en auk þeirra koma að starfsemi fyrirtækisins fjöldi samstarfsmanna og lausapenna. 

Helstu starfsvið

 • Útgáfa tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.

 • Útgáfa bóka á sviði ræktunar.

 • Námskeiðahald

 • Sýningar- og ráðstefnuhald

Gildi Sumarhússins og garðsins

 • Við erum leiðandi í miðlun þekkingar tengdri ræktun.

 • Við erum skapandi og óhrædd að prófa nýjar leiðir í störfum okkar og hugsun.

 • Við sýnum færni og ábyrgð í störfum okkar.

 • Við leitumst við að veita bestu fáanlegu þjónustu.

 • Við erum sanngjörn og heiðarleg.

 • Við erum hvetjandi og jákvæð.

 • Við setjum markmiðið hátt og trúum því að saman náum við betri árangri.

Hjá Sumarhúsinu og garðinum er opinn vettvangur skoðanaskipta og virðing sýnd í öllum samskiptum. Fyrirtækið ræktar starfsfólk sitt og ýtir undir að það vaxi í starfi. Fjölhæfni í menntun, reynslu og hæfileikum starfsfólks gerir það að verkum að fyrirtækið er vel í stakk búið til að takast á við flókin viðfangsefni sem spanna vítt svið. Starfsfólk nálgast öll verkefni af fagmennsku.

Umhverfisstefna
Við viljum hafa jákvæð áhrif á fólk með því að koma á framfæri þekkingu sem stuðlar að betri umgengi við náttúruna, notkun á umhverfisvænum vörum og umhverfisvænum lífstíl. Stöðugt er unnið að því að draga úr myndun úrgangs og stuðlað að endurnýtingu og endurvinnslu hans. Jafnframt er öðrum úrgangi fargað á viðeigandi hátt. Hjá Sumarhúsinu og garðinum er úrgangur flokkaður og endurunninn; pappír, plast, gler, járn og rafhlöður. Lífrænn úrgangur er jarðgerður.  Sumarhúsið og garðurinn notar vistvænar og umhverfisvottaðar vörur þar sem því verður við komið.  Útgáfuefni Sumarhússins og garðsins er prentað hjá umhverfisvottuðum prentsmiðjum. Einnota borðbúnaður er ekki notaður.

Auður Ingibjörg Ottesen er menntaður húsgagna- og húsasmiður frá Iðnskólanum á Akureyri og í Reykjavík og garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut Garðyrkjuskólans að Reykjum. Hún hefur sótt fjölda námskeiða tengda menntun sinni. Ber þar hæst nám í visthönnun og hlaut hún skírteini PDC, Permaculture Design Certificate, 2014.

 • Ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.

 • Ritstjóri og meðhöfundur bókanna Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi og Matjurtir í bókaflokknum Við ræktum.

 • Höfundur bókarinnar 12 Glæsilegir garðar, gefin út 2008.

 • Ritstjóri bókarinnar Draumagarður eftir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt.

 • Ritstjóri bókarinnar Loksins Sexbomba á sextugsaldri eftir Helgu Thorberg.

 • Ritstjóri bókarinnar Árstíðirnar í garðinum eftir Vilmund Hansen.

 • Meðhöfundur bókarinnar Á allra færi, ásamt Gunnari Bender og Páli Jökli Péturssyni.

 • Kennari í fræðslu- og námskeiðahaldi fá vegum Sumarhússins og garðsins.

 • Markaðsstjóri tímaritsins Sumarhússins og garðsins.

 • Formaður Suðurlandsdeildar Félags kvenna í atvinnulífinu.

 • Meðstjórnandi í Vistræktarfélagi Íslands.

 • Hefur umsjón með sýningarhaldi á vegum Sumarhússins og garðsins.

Páll Jökull Pétursson hefur sótt fjölda námskeiða í hönnun, tölvutengdum greinum og ljósmyndun og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljósmyndir sínar. Hann gaf út bókina A Portrait of Iceland árið 2015. Auk starfa við útgáfuna rekur hann ferðaþjónustufyrirtækið Arnarstakk sem býður upp á ferðir um landið fyrir erlenda ljósmyndara. Á síðunumwww.palljokull.net og flickr.com/palljokull má sjá fjölda ljósmynda hans. Páll er einn af ljósmyndurum blaðsins og skrifar greinar um íslenska náttúru. Hann hefur annast umbrot blaðsins í 22 ár og þeirra bóka sem Sumarhúsið og garðurinn hefur gefið út. Hann hefur til fjölda ára unnið að gerð ferðamannabæklinga fyrir landshlutasamtök í ferðaþjónustu og önnur verkefni, svo sem:

 • Uppsveitir Árnessýslu

 • Suðurströndin

 • Mýrdalshreppur

 • Skaftárhreppur

 • Borgarfjörður

 • Bæklingagerð fyrir Markaðsstofu Suðurlands

 • Gönguleiðakort fyrir Kötlu jarðvang

 • Umbrot blaða og bóka fyrir ýmsa aðila

 • Umbrot og myndvinnsla á tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn

 • Einn af höfundum bókarinnar Á allra færi

 • Höfundur ljósmyndabókarinnar A Portrait of Iceland

 • Páll Jökull er mikilvirkur ljósmyndari og hefur haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga

Auk eigenda leggja fjölmargir útgáfunni lið. Við njótum þess að vera í samstarfi við fjölda hæfileikafólks sem kemur að greinaskrifum fyrir Sumarhúsið og garðinn sem eiga fasta liði í hverju blaði. Greinahöfundar auk Auðar og Páls Jökuls eru: Óli Finnsson garðyrkjufræðingur og kvikmyndagerðamaður, Snæfríður Ingadóttir blaðamaður og Sigríður Björk Ævarsdóttir listamaður og nemi í Landslagsarkitektur í landbúnaðarháskólanum í Alnarp, Svíþjóð. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari skrifar um fugla. Vilborg Bjarkadóttir þjóðfræðingur og Berglind Ólafsdóttir sem sér um matarþáttinn.  Auk þeirra birtum við áhugaverðar greinir frá fagmönnum um tiltekin efni. Ljósmyndarar blaðsins eru Páll JökullSigrún Kristjánsdóttir og Helga Gunnlaugsdóttir. Grafískur hönnuður og umbrot Davíð Þór Gunnlaugsson.