Sniglar

Maður getur verið að glíma við snigla allt sumarið en um þessar mundir eru þeir að klekjast úr eggjunum. Sniglar eru sólgnir í bjór og er bjórgildra árangursrík aðferð til að fækka sniglum. Grafin er dollu með bjór eða pilsner í moldina og falla sniglarnir ofaní og komast ekki uppúr. Þeir sækja í skugga og fúin fjöl er prýðis söfnunargildra eins sækja þeir í appelsínubörk og hægt að ganga að þeim vísum inni berkinum að degi til og þar er auðvelt að vitja þeirra og fjarlægja. Göngutúr í garðinum eftir klukkan tíu á kvöldin gæti líka verið árangursríkur en þá eru sniglarnir svangir í rekjunni og hægt að góma þá ofan á kálhöfði eða milli salatblaðanna.