Gróðursetning góð á haustin

Haustið er góður tími til að gróðursetja tré og runna. Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur segir 110% ávinning af því að gróðursetja plöntur er fer að hausta. Ástæðan er sú að seinni part sumars og á haustin vaxa rætur plantna einna mest. Ofanvöxtur er hættur, öll næring sem framleidd er í blöðunum fer niður í rætur. Ástæðan er svo ekki síður sú að á vorin er gróður tilbúinn að vaxa strax og hlýnar í mars, apríl og maí sem er það forskot sem skilar sér í betri sumarvexti plöntunnar.

Sá salati og spínati aftur og aftur

Njótið þess að rækta salat og spínat í sumar. Þessar tegundir eru auðveldar í ræktun og hægt er að sá til þeirra nokkrum sinnum yfir sumarið. Þá er líka flott að sá radísum en þær, eins og hinar tegundirnar, eru með stuttan vaxtartíma. Spínatið sprettur á 5-6 vikum, salat á 7-9 vikum og radísur þurfa um 5-8 vikur.