Ræktunarnámskeið 
í fjarnámi og staðnámi


Á vorin höfum við hjá Sumarhúsinu og garðinum haldið fjölda ræktunarnámskeiða bæði á okkar vegum og á vegum fræðslumiðstöðva víða um land. Nú hafa námskeiðin okkar einnig færst yfir á netið vegna samkomubannsins, þar sem við notumst við ZOOM fjarkennsluforritið til að kenna fólki um land allt. Þið getið séð fjölbreytt námskeið sem við bjóðum á www.rit.is.

Í samkomubanninu í ársbyrjun 2020 færðust námskeið Sumarhússins og garðsins yfir á netið í fjarkennslu. Notast var við Zoom fjarfunda forritið. Rúmlega 300 nemendur sóttu námskeiðin sem reyndust árangursrík og verður boðið uppá þau aftur. Auk fjarnámskeiða á netinu verður boðið uppá staðarnámskeið á vorönn 2021. Bæði í Fossheiði 1 á Selfossi og víða um land á vegum fræðslumiðstöðva og fyrirtækja.


Að gleyma stað og stund

Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að nálægð við gróður og ræktun hefur róandi og góð áhrif á líðan fólks. Hún reynist góð til að losa um streytu og er einnig árangursrík meðferð fyrir þá sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ræktun og umhirða plantna reynist vel til að gleyma stað og stund. Hvort sem ræktunin er á stórum skala eða í matjurtahorni í garðinum eða á svölunum. Að rækta sitt eigið, hvort sem það er garðagróður, matjurtir eða kryddplöntur gefur líka af sér og er fjárhagslega hagkvæmt. 
Eftir bankahrunið 2008 kom það áþreifanlega í ljós hvað eigin ræktun skiptir máli fyrir fólk þegar við kenndum um það bil 1500 íslendingum að rækta matjurtir. Smá matjurtahorn í garðinum heima eða kryddjurtir á svölunum hefur heilandi og nærandi áhrif og getur jafnvel sparað smá peninga ef vel tekst til.

Á námskeiðunum erum við með glærur, beina kennslu og svo myndbönd sem tekin eru upp í gróðurhúsunum hjá Auði og í kennslugarðinum í Fossheiði 1.

Við erum nú að kenna fjölda ræktunarnámskeiða í fjarnámi og möguleikarnir í að læra matjurta- og kryddjurtarækt eru nokkrir, kíkið endilega á það hér http://www.rit.is/namskeid

Fjarnámskeið

Á vorönn 2021 býður Sumarhúsið og garðurinn upp á fjölda námskeiða í fjarnámi. Námskeiðin eru 90 mínútur hvert. Notast er við Zoom fjarfunda forritið. Verð fyrir námskeiðið er kr. 60.000 fyrir allt að 16 nemendur. Verð fyrir hvern nema umfram 16 er kr. 3.500. Hámarksfjöldi er 30. Nemendur á fjarnámskeiðum fá aðgang að lokaðri hópsíðu á Fésbókinni í mánuð eftir námskeiðið. Þar geta þeir skoðað námsefnið, spurt leiðbeinandann og miðlað reynslu sinni og spjallað við aðra nemendur.

Fjarnámskeið á vorönn 2021

• Pottaplöntubarinn
• Lífræn ræktun – skiptirækt, áburður, lifandi mold.
• Forræktun mat- og kryddjurta.
• Mat- og kryddjurtarækt – útirækt
• Æti hraukurinn – farið er í uppbyggingu hraukbeða sem gefa allt að mun betri uppskeru en í hefðbundnum ræktunarbeðum.
• Fjölæringar eru heillandi heimur I
• Fjölæringar eru heillandi heimur Il
• Græn þök, lóðréttir gróðurveggir og illgresisfrí gróðurbeð 
• Blómstrandi runnar og rósir
• Ræktun berjarunna
• Borðaðu blómin í garðinum – ræktaðu æt blóm til að gera matinn fallegri.
• Fuglar sem sækja í garðinn og njóta lífsins í skógi – smíði fuglahúsa og fæðustalla
• Klipping og umhirða runna og trjágróðurs.

Nánari tímasetningar auglýstar síðar.

Staðarnámskeið í Fossheiði 1, Selfossi

Námskeiðin í Fossheiðinni eru í bland bókleg og verkleg. Innifalið eru veitingar, nemar fá vönduð námsgögn og hafa með sér plöntur sem þeir hafa sáð eða græðlinga ef það á við. Auk þessa 3 tölublöð af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn. 

3ja tíma námskeið kr. 9.900.- á mann
5 tíma námskeið í matjurtarækt kr. 19.800.- á mann

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning hér.

Frá 2009 hefur Sumarhúsið og garðurinn staðið fyrir farsælum garðyrkjutengdum námskeiðum. Námskeiðin hafa notið vinsælda og hafa um 2500 manns sótt námskeiðin. Námskeiðin eru haldin að Fossheiði 1 á Selfossi þar sem góð aðstaða er til bóklegra og verklegrar kennslu. Námskeiðin er einnig hægt að bjóða víða um land að ósk einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja. Þegar samkomubanni lýkur förum við aftur að halda námskeið á staðnum.