Frá 2009 hefur Sumarhúsið og garðurinn staðið fyrir farsælum garðyrkjutengdum námskeiðum. Námskeiðin hafa notið vinsælda og hafa um 2000 manns sótt námskeiðin. Námskeiðin eru haldin að Fossheiði 1 á Selfossi þar sem góð aðstaða er til bóklegra og verklegra námskeiða. Námskeiðin er einnig hægt að bjóða víða um land að ósk einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja.

Námskeið fyrir félagasamtök

Erindi á fundum félagasamtaka, 1-1,5 kls, grunnverð kr. 40.000.
Ef fjöldinn er frá 21-50 manns bætist við kr. 2000 fyrir hvern einstakling til viðbótar við grunngjaldið. 
Ef fjöldinn er 51 eða fleiri bætist við kr. 1.500 fyrir hvern einstakling til viðbótar við grunngjaldið.

Innifalið í námskeiðum eru námskeiðsgögn, og eintak tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn

 Námskeið 2-3 kls grunngjald kr. 75.000.

Ef fjöldinn er frá 21-40 manns bætist við kr. 2500 fyrir hvern einstakling til viðbótar við grunngjaldið. 
Ef fjöldinn er fleiri en 41-50 manns bætist við kr. 1.750 fyrir hvern einstakling til viðbótar við grunngjaldið. 
Innifalið í námskeiðum eru námskeiðsgögn, og eintak af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn

Akstursgjald ef ekið er lengra en 20 km.

Námskeið haldin í Fossheiði 1, Selfossi. Í bland bókleg og verkleg. Innifalið eru veitingar, námsgöng, plöntur sem nemar hafa sáð, búið til með græðlingum og skipt þegar það á við. Auk þessa kynningareintak af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn.

3 tíma námskeið í kryddjurtarækt - verð: kr. 8.600. 
3 tíma námskeið um sígrænar fjallplöntur til nota á þök. i lóðrétta gróðurveggja utandyra, í beð og ker. – verð kr. 8.600.
3 tíma námskeið í gerð hraukbeða. Fjallað um hönnun, uppbyggingu og tegundaval með ætum plöntum. – verð : kr 8.600.
5 tíma námskeið í matjurtarækt – verð: kr 14. 800.