Frá 2009 hefur Sumarhúsið og garðurinn staðið fyrir farsælum garðyrkjutengdum námskeiðum. Námskeiðin hafa notið vinsælda og hafa um 1700 manns sótt námskeiðin. Námskeiðin eru haldin að Fossheiði 1 á Selfossi þar sem góð aðstaða er til bóklegra og verklegra námskeiða. Námskeiðin er einnig hægt að bjóða víða um land að ósk einstaklinga, félagssamtaka og fyrirtækja.