Smíðið með börnunum

Hluti af lífinu á sumrin er viðvera með börnum og ekki er úr vegi að föndra aðeins með þeim. Smíða skip úr viðarkubbum og sjósetja þá svo í heita pottinum eða dunda með stálpuðum krökkum við að hanna kassabíl og hjálpa til við að láta stýriskerfið virka.