Nýtið grasið til að kæfa arfann

Ef borinn er áburður á grasflötina 2-3 sinnum yfir sumarið verður flötin iðagræn og sprettan góð. Ég hvet ykkur til að nýta nýslegið grasið undir limgerðin og í safnhauginn. Einnig í kartöflugarðinn til að slá á illgresisvöxtinn, um 3-5 cm lag gerir það að verkum að ljósið nær ekki að næra illgresið. Limgerði má klippa yfir sumarið, fara með klippurnar eftir því og jafna vöxtinn er líða tekur á júlí.