Blómlegt salat

Til að fegra og bragðbæta salatið og matinn er skemmtilegt að nota æt blóm í ýmsum litum. Stjúpur og morgunfrú ásamt skjaldfléttu, fjólu, begoníu og brúsku eru dæmi um æt blóm sem nota má. Svo getur maður valið litinn því kjósir þú bláan þá eru allar klukkur ætar og þar er hægt að velja úr bláum litatónum. Hér að ofan eru myndir af blómunum sem talin eru upp.