Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins “Stefnumót við Múlatorg” haldin í 6 sinn.

Sumarhúsið og garðurinn bíður til hátíðar laugardaginn 27. júlí að Fossheiði 1 á Selfossi. Velunnurum, áskrifendum Sumarhússins og garðsins og þjóðinni eins og hún leggur sig er boðið á hátíðina. Garðurinn er í fullum blóma og skartar sínu fegursta. Við erum að sýna nú í fyrsta sinn lóðréttan gróðurvegg, nýtt kryddjurtabeð og verkfærageymslu með allskyns lausnum sem gæti verðið öðrum fyrirmynd. Fræðsluþema hátíðarinnar eru hænsni í heimilisgarðinn og sumarbústaðinn, skordýravarnir í gróðurhúsið. Við verðum með garð- og pottaplöntur til sölu og pottaplöntubar þar sem hægt verður að umpotta, mold og pottar eru til sölu á staðnum. Þeir sem eiga pottaplöntur til skiptanna geta komið með þær og býttað við næsta mann á hátíðinni. Í gróðurhúsinu í bakgarðinum verður Óli Finnsson garðyrkjufræðingur með fræðslu um lífrænar skordýravarnir og til sýnis humlubú, samskonar og garðyrkjubændur nota til frjóvgunar á tómötum og jarðarberjum. Auk fræðslu þá verður Páll Jökull ljósmyndari með ljósmyndasýningu, bæði landslagsmyndir og af blómum úr garðinum. Í ár veitir Sumarhúsið og garðurinn í fyrsta sinn “Rósina”, Hvatningarverðlaun Sumarhússins og garðsins. Þau eru veitt þeim sumarhúsaeigendum eða garðáhugamönnum sem sýnt hafa framúrskarandi hugmyndaauðgi og elju.

Á Stefnumótinu við Múlatorg er einstök stemning, gestum líkar vel að koma og hlíða á lifandi tónlist sem flutt er á pallinum í garðinum. Í ár er það hljómsveitin Skorsteinn sem flytur Evrópska þjóðlagatónlist. Svo er það markaðurinn sem hefur þróast og stækkað ár frá ári. Á lista og handverksmarkaðinum eru kúnstnerar og hagleiksfólk sem gera alveg dásamlega hluti. Allt svo vandað og fallegt. Við erum svo með til sölu plöntur, garðvörur, erlendar garðyrkjubækur og auðvitað alla 25 árgangana af Sumarhúsinu og garðinum og bækurnar okkar. Mæðgurnar í Pylsuvagninum verða með okkur og Pönnukökuvagninn þannig að enginn fer svangur heim. Stefnumót við Múlatorg er frá 11-17 . Von er á miklum fjölda og hvetjum við fólk að koma snemma til að njóta sem best þess sem hátíðin hefur að bjóða.

https://www.facebook.com/events/465215214315658/