Stefnumót við Múlatorg

SVM_banner.jpg

Markaðshátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður 27. júlí frá kl. 11:00 - 17:00. Garðurinn er þá í fullum blóma og bjóðum við heim velunnurum okkar, áskrifendum og þjóðinni. Við erum með ljósmynda- og plöntusýningu og lifandi tónlist á pallinum. Markaður með plöntum, handverki og listmunum í garðinum og nágrenni hans. Við höfum staðið fyrir markaðshátíð frá árinu 2014 sem ætíð hefur verið lífleg og gestir skemmt sér vel og gert góð kaup.

Hefur þú eitthvað sem þig langar að kynna eða selja? Við bjóðum listafólki, fyrirtækjum, handverksfólki og lesendum okkar tækifæri til að slást í hópinn. Handverk, heimagert, eða eitthvað nýtilegt í geymslunni, kompunni, bílskúrnum, skemmunni eða gróðurhúsinu sem þú villt koma í verð?

Sölusvæði sem eru í boði:
Komdu með bílinn og seldu notuð föt og dót beint úr skottinu.
Leigðu pláss fyrir 2 metra borð, söluaðilar koma með eigin borð.
Leigðu 10 fm svæði.
Leigðu 9 fm í grænu tjaldi.

Skráning og nánari upplýsingar um sölubása er í fullum gangi á oli@rit.is

https://www.facebook.com/events/465215214315658/