Opið hús á morgun - 12 maí

Við fögnum sumarkomunni þann 12. maí milli klukkan 14-17 í Fossheiðargarðinum með sýningu á sumarblómum og ávaxtatrjám. Ólívutré og ávaxtatré eru í blóma í gróðurhúsunum og garðurinn er að vakna til lífsins eftir vetrardvalann. Forræktaðar grænmetis- og kryddplöntur fylla alla króka og kima og í eldhúsglugganum eru gúrkur og tómatar að gefa ávöxt. Hægt verður að kaupa chili-pipar og tómatplöntur á staðnum og Óli Finnsson nýji starfsmaðurinn okkar verður á staðnum til að fræða um ræktun og umhirðu á chili plöntum.Við bjóðum áskrifendum Sumarhússins og garðsins, nemendum á námskeiðum okkar og viðskiptavinum okkar velkomin að deila með okkur dagparti og þiggja te/kaffi/svaladrykk með kleinunum.