Áskrift í skóinn fyrir ömmu og afa eða pabba og mömmu!

1711_S&G-jolablad-mbl_600px.jpg

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn hefur verið gefið út frá árinu 1994 og með næsta tölublaði eru komin út samtals 96 tölublöð frá þessum tíma, svo að við stefnum ótrauð í 100 tölublöð á næsta ári. Fimm tölublöð eru gefin út á hverju ári og hefur það verið þannig í meira en tíu ár, og efni þeirra mjög fjölbreytt, gagnlegt og skemmtileg fyrir áhugafólk um sumarhús og garða. Fyrsta tölublað ársins kemur út í byrjun mars, annað um páskaleytið, sumarblaðið kemur út í júní, haustblað í september og aðventu og vetrarblað í nóvember. Tímaritið kostar kr. 1890 í lausasölu og ársáskrift kostar kr. 7.860 sé greitt með kreditkorti og 8.032 sé greitt rafrænt í banka eða með greiðsluseðli. Tvö blöð frá árganginum 2017 fylgja sem áskriftargjöf.

Við stingum upp á því að gefa afa og ömmu, eða pabba og mömmu áskrift í skóinn fyrir þessi jól. Það þekkja líklega allir sem eiga foreldra að það getur verið erfitt að finna einhverja jólagjöf sem nýtist þeim eða afa og ömmu, sem eiga gjarnan nú þegar allt sem þeim vantar. Sumarhúsið og garðurinn færir gleði og ánægju og endist allt árið, en konfektkassi klárast mjög fljótt.

Gjafaáskrift er hægt að nálgast hér.