Sveppagró á flögri á haustin

Ryð í alaskaösp.

Ryð í alaskaösp.

Sveppagró, sem eru smitberar fjölmargra sveppasjúkdóma í gróðri, berast með loftinu síðsumars og á haustin. Því er óheppilegt að klippa trjágróður og runna því sveppir eiga greiða leið í opin sár sem gróa ekki að fullu fyrr en nýtt vaxtartímabil hefst næsta vor. Heppilegast er að klippa trjágróður seinni hluta vetrar og snemma á vorin, frá febrúar og fram í byrjun maí.