Back to All Events

Töff og náttúrulegar aðventuskreytingar

  • Sumarhúsið og garðurinn Fossheiði Selfoss Iceland (map)

Á námskeiðinu læra nemendur að gera frumlegar umhverfisvænar aðventuskreytingar þar sem notaður er efniviður úr skóginum, greinar, könglar og þykkblöðungar. Nemendur hafa með sér heim 3 skreytingar. Ferskt og nýstárlegt.

Kennari námskeiðisins er Petra Stefánsdóttir sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu á blómaskreytingum. Hún er garðyrkjufræðingur af garð- og skógarplöntubraut Garðyrkjuskólans og var við nám í blómaskreytingum í Ingvar Strandhs Blomsterskole í Svíþjóð.

Námskeiðið er 3 og hálf klukkustund.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10.


Kennari: Petra Stefánsdóttir garðyrkjufræðingur
Hvenær: Laugardaginn 16. nóvember 2019 kl 10:30-14:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 15.000

 

Earlier Event: November 9
Ræktun undir ljósi - 9. nóvember
Later Event: January 18
Pottaplöntubarinn 18. janúar 2020