Back to All Events

Umönnun, ræktun og samsetning fjölærra blómbeða

  • Sumarhúsið og garðurinn Fossheiði Selfoss Iceland (map)

Hver kannast ekki við ensk blómaengi og skrúðgarða með fjölæringum í öllum stærðum og gerðum og öllum regnbogans litum. Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu um fjölærar blómplöntur, segir frá fjölda tegunda, ræktunaraðferðum, skiptingu plantnanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild. Nemendur fá á námskeiðinu sjö fjölærar plöntur með sér heim.

Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum.

Námskeiðið er 2 klukkustundir.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10.


Kennari: S. Embla Heiðmarsdóttir
Hvenær: Laugardagur 25. apríl 2020 kl 13:00-15:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 7.500

 

Earlier Event: January 25
Djásn úr drasli - 25. janúar