Back to All Events

Pottaplöntubarinn 18. janúar 2020

  • Sumarhúsið og garðurinn Fossheiði Selfoss Iceland (map)

Námskeið sem lengi hefur verið beðið eftir!

Viltu fríska uppá pottaplönturnar þínar og eða eignast nýjar? Kynna þér nýjar tegundir, læra að umpotta, taka græðlinga og raða saman smart tegundum í samplantanir. Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig. Nemendur fara heim með græðlinga og pottaplöntu af eigin vali.

Kennarar námskeiðisins eru þær Petra Stefánsdóttir og Auður I. Ottesen. Petra er garðyrkjufræðingur af garð- og skógarplöntubraut Garðyrkjuskólans og var við nám í blómaskreytingum frá Ingvar Strandhs Blomsterskole í Svíþjóð. Hún kennir fagurfræðina á námskeiðinu og samplantanir. Auður er garðyrkjufræðingur af garðplöntubraut. Hún vann við ræktun pottaplantna í áravís.

Námskeiðið er 3 klukkustundir.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10.


Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og Petra Stefánsdóttir garðyrkjufræðingur.
Hvenær: Laugardaginn 18 janúar 2020 kl 13:00-16:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 15.000

 

Earlier Event: November 16
Töff og náttúrulegar aðventuskreytingar
Later Event: January 25
Djásn úr drasli - 25. janúar