Back to All Events

Ræktaðu þín eigin krydd 12. maí

  • Sumarhúsið og garðurinn Fossheiði Selfoss Iceland (map)

Þriðja námskeiðið í kryddjurtarækt á vorönn 2019 verður 12. maí. Námskeið í kryddjurtarækt eru haldin í febrúar-apríl.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir kryddjurta sem rækta má í garðinum, sumarhúsalandinu, á svölunum, í eldhúsglugganum og með vatnsrækt. Farið er yfir ræktunarþætti, sáningu, forræktun og gróðursetningu. Fjallað um jarðveg, áburðargjöf og umhirðu, gaumur gefinn að helstu meindýrum og sjúkdómum sem herja á jurtirnar og hvernig best er að verjast þeim. Farið yfir hvað þarf að gera til að ná góðri uppskeru. Kynning á tegundum og fræðst um nýtingu þeirra, geymsluaðferðir og möguleika í matseld. Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Nemendur fá ítarleg námsgögn, smakka á kryddi með ostum og taka heim með sér kryddplöntur sem þeir sá fyrir og smáplöntu til framhaldsræktunar.

Námskeiðið er 3 klukkustundir.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10.


Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur
Hvenær: Sunnudaginn 12. maí 2019 kl 10:00-13:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 7.800