Back to All Events

12 góð ráð til að sporna við matarsóun

12 góð ráð til að sporna við matarsóun
Skemmtinefnd Kvenfélags Hraungerðishrepps stendur fyrir núvitundarnámskeiði í samvinnu við Sumarhúsið og garðinn. Gestgjafi verður Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins..

Námskeiðið verður með krydduðu ívafi og verður haldið miðvikudaginn 25. september kl 18-21 að Fossheiði 1. Selfossi. Þar verður farið inná hvernig á að fylla frystinn og bjarga matarafgöngum. Hvernig nýta má ávexti, krydd og grænmeti á síðasta söludegi á farsælan hátt. Kynning verður á kryddtegundum og fræðst um nýtingu þeirra. Kennt að útbúa kryddolíur, kryddteninga til frystingar og gefin nokkur góð ráð við notkun krydds í matseld. Á námskeiðinu verður auk þess boðið uppá kryddsmakk með ostum, köldum svaladrykk úr berjum og jurtum úr Fossheiðargarðinum. Að gjöf fá þær sem sitja námskeiðið kynningareintak af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn.

Kennari
: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur
Hvenær: Sunnudaginn 25 september 2019 kl 18:00-21:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi