Back to All Events

Nytjagarðurinn - Sauðárkróki

  • Farskólanum Faxatorg Sauðárkrókur Iceland (map)

Námskeið á vegum Farskólans. Námskeiðið er opið öllum. Stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Ítarlegt námskeið um ræktun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjá. Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og ummönnun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjá. Fjallað um jarðveg, áburðargjöf og umhirðu, gaumur gefinn að helstu meindýrum og sjúkdómum sem herja á jurtirnar og hvernig best er að verjast þeim. Farið yfir hvað þarf að gera til að ná góðri uppskeru. Kynning á tegundum og fræðst um nýtingu þeirra, geymsluaðferðir. Námskeiðið er bæði verklegt og bóklegt. Nemendur fá ítarleg námsgögn, smakka á kryddi með ostum og taka heim með sér kryddplöntur sem þeir sá fyrir og smáplöntu til framhaldsræktunar. Læra að taka vetrargræðlinga af berjarunnum og hafa með sér til að ræta heima. Líflegt , ýtarlegt og afar gagnlegt námskeið fyrir bæði þá sem eru að byrja og þá sem eru lengra komnir.


Kennari: Auður Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins
Hvenær: Sunnudagur 24. mars, kl. 10-15.
Staður: Farskólanum við Faxatorg
Verð: kr. 19.900

Earlier Event: March 23
Nytjagarðurinn - Blönduósi
Later Event: April 13
Ræktaðu þitt eigið grænmeti