Back to All Events

Ræktaðu þitt eigið grænmeti


  • Sumarhúsið og garðurinn ehf Fossheiði Selfoss Iceland (map)

Á námskeiðinu er farið yfir ræktun og umönnun matjurta. Greint er frá jarðvegsgerðum, hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf. Sýndar myndir af mismunandi ræktunarbeðum og fjallað um mikilvægi skjóls og birtu. Farið er yfir sjúkdóma og skordýr sem hrjá matjurtirnar og fjallað um notkun eiturefna. Einnig eru kynntar lífrænar lausnir gegn vágestum og sjúkdómum og nokkrum aðferðum við geymslu og matreiðslu lýst. Auk alls þessa eru kynntar fjöldi tegunda matjurta. Nemendur hafa með sér heim nokkrar mismunandi tegundir til framhaldsræktunar. Vönduð námsgögn og léttar veitingar.

Námskeiðið er 5 klukkustundir.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10.


Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur.
Hvenær: Mánudaginn 20. maí 2019. Kl 18:30-21:00 og Mánudaginn 27. maí 18:30 - 21:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 14.800