Back to All Events

Græn þök, lóðréttir gróðurveggir og illgresisfrí gróðurbeð

  • Sumarhúsið og garðurinn ehf Fossheiði 1 800 Selfoss Iceland (map)

Langar þig í lóðréttan gróðurvegg í garðinn eða sígrænar fjallaplöntur á þak. Við kennum ýmsar aðferðir til að láta þann draum rætast á námskeiðinu. Kennum líka hvernig má á auðveldan hátt losna við illgresið úr beðunum til framtíðar með sígrænum þekjandi fjallaplöntum. Á námskeiðinu er fjallað um ræktun þekjandi plantna sem notaðar eru til að þekja gróðurbeð, í steinker og á lóðrétta gróðurveggi og þök. Nemendur skipta og umpotta tegundum af steinbrjótum, hnoðrum og húslaukum og hafa með sér heim 6 tegundir. Námið er bæði verklegt og bóklegt.

Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur hefur áralanga reynslu af ræktun sígrænna fjallaplantna og hefur kynnt sér gerð þakgarða og lóðréttra gróðurveggja. 

Námskeiðið er 3 klukkustundir.
Einstaklingsmiðuð kennsla, nemendur eru að hámarki 10. 


Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur.
Hvenær: fimmtudaginn 9. maí 2019 kl 18:30-21:00.
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 8.800