Back to All Events

PDC vistræktarhönnunarnámskeið


Á námskeiðinu kynnist þú hönnunaraðferðum þar sem fléttað er saman þörfum mannsins og vistkerfisins. Aðferðirnar gera okkur sem einstaklingum kleift að bera ábyrgð á lífstíl okkar og hanna nýjar leiðir úr ósjálfbærum menningarmynstrum. Áhersla er lögð á það hvernig læra má af vistkerfinu og nýta viðeigandi tækni. Þekkingin getur nýst til að hanna sjálfbært og afurðaríkt ræktunarvistkerfi sem býr yfir fjölbreytni, stöðugleika og seiglu náttúrulegs vistkerfis. Litið er til veðurskilyrða, plöntuflóru, dýralífs, örveruflóru, vatnsbúskaps, jarðvegsfræða og samfélags.
 
Fyrir mörgum hefur námskeiðið reynst bylting í lífsviðhorfum, það opnar augu þátttakenda fyrir möguleikum og hugmyndafræði vistræktar. Á námskeiðinu lærir þú að sjá að þitt líf er samofið lífi annarra í heiminum og að þú getur skapað þér lífstíl sem hefur mikil áhrif og skiptir máli fyrir samfélagið og umhverfið. Í lok námskeiðisins fá nemendur PDC-skírteini.

Einnig bjóðum við annað námskeið (PTM) sem er fyrir þá sem hafa farið á PDC námskeið eða eru með áþekka menntun. 

Tímasetning: 7.-18. júlí 2017.
Leiðbeinendur: Cathrine Dollars, Candela Vargas Poveda og Marko Anyfandakis.
Staðsetning: Þorláksskógur og Grunnskóli Þorlákshafnar.
Verð: kr. 165.000.-
Innifalið: Námsgögn, svefnpokapláss, skoðunarferð og fæði;
Þátttakendur fá einnig frían aðgang að Norrænu vistræktarhátíðinni.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Earlier Event: July 2
Kraftstó (Rocket stowe)
Later Event: July 24
Kennaranámskeið í vistrækt