Back to All Events

Kennaranámskeið í vistrækt


Kennaranámskeiðið í vistrækt er fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir þá sem eru með skírteini í Vistræktarhönnun (PDC), óháð bakgrunni: hvort sem þú ert garðyrkjufræðingur, leikmaður eða með háskólamenntun. Ef þú vilt halda vistræktarhönnunarnámskeið, kenna vistrækt eða efni tengt henni, mun kennaranámskeiðið hjálpa þér að þróa kennarafærni þína og gefa þér sjálfsöryggi til að deila kunnáttu þinni með öðrum.

Leiðbeinendurnir Hannah Thorogood og Pippa Buchanan samtvinna bresku kennaraþjálfunina – British Training of Teacher (ToT) – og vistræktarkennsluaðferð eftir Rosemary Morrow – Permaculture Teaching Methods (PTM) – til að byggja upp nemendavænt námskeið sem styrkir reynslu þína í kennsluaðferðum. Hannah og Pippa eru með áratuga reynslu í vistrækt sem og öðrum kennslusviðum og miðla kunnáttu sinni á búskap, viðskiptasiðferði og aðlögun að loftlagsbreytingum.
 
Tími: 24.-30. júlí 2017.
Leiðbeinendur: Hannah Thorgood og Pippa Buchanan.
Staðsetning: Þorláksskógur og Grunnskóli Þorlákshafnar.
Verð: kr. 75.000.-
Innifalið: Námsgögn, svefnpokapláss og fæði.
Námskeiðið fer fram á ensku.

Earlier Event: July 7
PDC vistræktarhönnunarnámskeið
Later Event: December 10
Ræktaðu þín eigin krydd