Back to All Events

Útieldhús


Dreymir þig að reisa þitt eigið útieldhús til að njóta útiverunnar enn betur yfir sumartímann. Sumarhúsið og garðurinn og Töfrastaðir halda námskeið í smíði útieldhúss dagana 27. júní til og með 1. júlí undir leiðsögn Svíans David Roxendal (viðtal var við hann í 1. tlb 2017).

Á námskeiðinu verður útbúin aðstaða með öllu sem til þarf við matseld utandyra. Áhersla verður lögð á að smíða eldhúseyju, uppvöskunaraðstöðu og kraftstó (rocket Stove) eldstæði. Við munum ræða hvernig best er að aðlaga útieldhúsið að umhverfinu með því að nýta timbur, leir og endurnýtanlegar auðlindir. Námskeiðið er kynning á útieldhúsum og hlutverki þeirra í skrefum í átt að sjálfbærum lífsstíl og betri tengingu við náttúruna. Að námskeiðinu loknu ættir þú að hafa skilning, þekkingu og reynslu til að smíða þitt eigið útieldhús. 

Tími: 27. júní til 1. júlí (kl. 9-16).
Leiðbeinandi: David Roxendal
Verð: kr. 35.000.-
Staðsetning: Í Þorláksskógi og við Grunnskóla Þorlákshafnar. Gisting í svefnpokaplássi fyrir þá sem kjósa. Þátttakendur hafa með sér dýnu og svefnpoka.
Innifalið: Léttur hádegisverður og síðdegishressing.

Nafn *
Nafn
Earlier Event: June 11
Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Later Event: July 2
Kraftstó (Rocket stowe)