Back to All Events

Græn þök, lóðréttir gróðurveggir og illgresisfrí gróðurbeð

  • Sumarhúsið og garðurinn ehf Fossheiði 1 800 Selfoss Iceland (map)

Af hverju ætti maður að liggja í blóma- og trjábeðum og reita illgresi þegar til er auðveld leið til þess að losna við það til framtíðar með sígrænum þekjandi fjallaplöntum? Fjallað er um ræktun þekjandi plantna sem notaðar eru til að þekja gróðurbeð, í steinker og á lóðrétta gróðurveggi og þök. Nemendur skipta og umpotta tegundum af steinbrjótum, hnoðrum og húslaukum og hafa með sér heim 6 tegundir. Námið er bæði verklegt og bóklegt.

Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur hefur áralanga reynslu af garðrækt og hefur kynnt sér gerð þakgarða og lóðréttra gróðurveggja og miðlar af þekkingu sinni á námskeiðinu. 

Námskeiðið er 3 klukkustundir. 


Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur.
Hvenær: fimmtudaginn 31. maí 2017 kl 18:30-21:00.
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 7.800

Earlier Event: March 16
Moltugerð með ánamöðkum
Later Event: June 1
Ræktaðu þín eigin krydd