Back to All Events

Ber allt árið

Langar þig að smakka á mismunandi sultum af berjum úr garðinum með góðum ostum og kexi? Um leið að læra að rækta berjarunna og jarðaber og hvað þarf að gera til að ná góðri uppskeru. Á námskeiðinu er farið yfir umhirðu, áburðargjöf, klippingu berjarunna og fjallað um meindýr og sjúkdóma og hvernig best er að verjast óværu. Sýndar eru nokkrar hugmyndir að vörnum gegn svöngum fuglum sem sækja í berin. Kennt hvenær má tína berin fullþroskuð og hugað að geymslu þeirra. Þátttakendur fá hugmyndir um ótal möguleika á notkun berjanna til matar og fá uppskriftir að berjasultu, marmelaði og réttum þar sem berin þjóna lykilhlutverki. 

Námskeiðið er 2,5 klukkustundir.

Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur.
Hvenær: Þriðjudaginn 14. mars kl. 17:30-21:00.
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 6.800.-

Earlier Event: March 1
Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Later Event: March 16
Molta - jarðgerð