Fyrsta bókin í bókaflokknum Við ræktum var Garðurinn allt árið, sem kom út 2004. Aðrar bækur í bókaflokknum eru Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi, Matjurtir, Árstíðirnar í garðinum, Aldingarðurinn og Belgjurtir. Árið 2008 var gefin út bókin 12 glæsilegir garðar þar sem Auður I Ottesen fjallaði um íslenska skrúðgarða með ljósmyndum Páls Jökuls. Árið 2010 var gefin út hönnunarbók, Draumagarður eftir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt. Auk þess afa verið gefnar út Sexbomba á sextugsaldri eftir Helgu Thorberg og Á allra færi eftir Auði I. Ottesen, Gunnar Bender og Pál Jökul Pétursson.